Tryggðu vinnustaðinn með öruggum lykilorðum

Slök lykilorð, mistök og vanþekking starfsfólks eru algengasta orsök öryggisbresta. Við sameinum örugga meðferð lykilorða og virka upplýsingaöryggisstjórnun til að verja þig gegn netárásum og stuðla að hlítingu við reglur og staðla eins og NIS2 og ISO27001.

Knúið af

Grunnur

    • Örugg, SOC2 og ISO27001 vottuð lykilorðalausn í skýinu eða on-prem

    • Uppsetning notenda, öruggar kerfisstillingar og þjónusta

    • Aðgangur fyrir starfsfólk í vafra eða appi í síma og tölvu

    • Ókeypis persónulegur aðgangur til einkanota fyrir allt starfsfólk

    • Þá sem vilja mestan ávinning með minnstum tilkostnaði

    • Lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja tryggja grunnnetöryggi

    • Þá sem eru komnir með nóg af því að halda utan um lykilorð handvirkt

Viðbót

    • Allt í Grunni auk;

    • Samþætting við SSO þjónustur s.s. Microsoft, Google

    • Sjálfvirk inn- og útleiðing notenda (e. directory sync)

    • Sjálfvirk framfylgni við miðlægar öryggisstefnur (MFA, tækjastillingar)

    • Ítarlegar atvikaskrár, skýrslur og öryggisskor

    • Fyrirtæki og stofnanir með flóknara netumhverfi sem þurfa sjálfvirka inn- og útleiðingu notenda (t.d. með samþættingu við Active Directory)

    • Þá sem vilja ítarlegri skýrslur og að geta sýnt fram á hlítingu við reglugerðir og staðla

Lyftu örygginu upp á hærra plan

Misnotuð lykilorð eru langalgengasta orsök netárása. Þótt tæknilegar öryggisráðstafanir skipti máli mega þær sín lítils þegar árásaraðili kemst yfir aðgangsauðkenni starfsfólks.

Ein mikilvægasta ráðstöfunin til að tryggja bætt netöryggi er örugg meðhöndlun lykilorða.