Um Kerberos
Kerberos var stofnað af Jóhannesi Stefánssyni, lögfræðingi með sérfræðiþekkingu og reynslu af netöryggi, áhættustjórnun og hlítingu. Jóhannes var upplýsingaöryggisstjóri Þekkingar og síðar Wise lausna.
Í umhverfi þar sem tæknilegar lausnir skipta þúsundum á sama tíma og kröfur samkvæmt lögum og stöðlum eru torskilnar getur verið erfitt að vita hvenær nóg er að gert og hvenær ekki.
Kerberos er óháð fyrirtæki sem vinnur með traustum þjónustu- og samstarfsaðilum.
Jóhannes stofnaði Kerberos til þess að hjálpa öðrum að brúa bilið á milli óljósra lögbundinna krafna og praktískra öryggis- og tæknilausna. Hann hefur reynslu af rekstri stjórnkerfa upplýsingaöryggis og innleiðingu af ISO27001:2022 netöryggisstaðlinum.
Hjá Kerberos leggjum við áherslu á ráðgjöf á mannamáli í umhverfi sem er á köflum óþarflega flókið.