Búðu vinnustaðinn undir nútímann með fræðslu í netöryggi
Stjórnendafræðsla
Bætt netöryggi byrjar í efsta laginu.
Stjórnendur bera ábyrgð á netöryggi en skortir oft þekkingu. Fræðsla er nauðsynlegt skref fyrir stjórnendur til að fá yfirsýn, lyfta öryggismenningu og öðlast skilning á því hvað þurfi að gera til að auka öryggi og hvernig sé hægt að gera það.
Fræðsla fyrir starfsfólk
Netöryggi vinnustaðarins er bara eins gott og veikasti hlekkurinn.
Mistök eða vanþekking starfsfólks er algengasta orsök netárása. Fræðsla í netöryggi er lykilatriði svo starfsfólk geti tamið sér örugg vinnubrögð, skilji hvar hætturnar liggja og hvernig eigi að bregðast við ef eitthvað bregður út af.
Hvernig fræðsla?
-
Gagnvirk öryggisfræðsla
Regluleg, sérsniðin fræðsla í áskrift þar sem starfsfólk fær hnitmiðað, gagnvirkt fræðsluefni og örnámskeið.
Þátttöku- og árangursmælingar eru sýndar í stjórnborði sem veitir stjórnendum yfirsýn yfir öryggismenningu og -þekkingu.
Fræðslan er reglulega uppfærð til að stoppa í þekkingargötin og tryggja að mesta áhættan og stærstu veikleikarnir séu bættir fyrst.
-
Fyrirlestrar
Praktísk nálgun á netöryggismál á þínum vinnustað, hvort sem er fyrir stjórnendur, einstök svið eða allt starfsfólkið.
Boðið er upp á allt frá almennri netöryggisfræðslu til sértækari þjálfunar með áherslu á tilteknar árásir, veikleika eða áhættur sem steðja að þinni starfsemi.
Við leggjum áherslu á hagnýta nálgun með raunhæfum dæmum og húmor sem allir geta tengt við og skilið.
-
Hermd árás og vinnustofur
Viltu vita hvernig netárás myndi spilast út á þínum vinnustað?
Við hjálpum þér að hanna, framkvæma og mæla viðbrögð við hermdum árásum svo þú öðlist skilning á því hvaða árásarfletir og veikleikar eru viðkvæmastir.
Fáðu innsýn inn í það hvernig starfsfólk og þjónustuaðilar bregðast við og hvort verkferlarnir standi undir nafni þegar á reynir.