Komdu þér í örugga höfn
-
vCISO þjónusta
Tryggðu virkar öryggisráðstafanir, stjórnunarlegt yfirlit, aðhald við birgja og þjónustuaðila og hlítingu við lög og staðla. Við vinnum með traustum þjónustuaðilum til að tryggja reksturinn þinn.
-
Öryggisfræðsla
Fræðsla í netöryggi fyrir stjórnendur og starfsfólk er lykilatriði til að lyfta öryggismenningu, draga úr áhættu og tryggja hlítingu við lög.
-
Reglur og staðlar
Sérfræðiþekking á NIS2, ISO27001, GDPR og öðrum mikilvægum netöryggisstöðlum. Við veitum aðstoð við innleiðingu, úttektir og áhættustjórnun.
-
Atvikastjórnun
Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur í öryggisbrestum, þ.m.t. við tilkynningarskyldu, samskipti við eftirlitsstofnanir og árásaraðila
-
Samningar
Alhliða aðstoð og ráðgjöf við samninga, þjónustuskilmála og ábyrgðarskilgreiningar. Fullnægir þjónustan sem þú ert að kaupa þínum væntingum og áskilnaði laga?
-
Áhættumat og úttektir
Einkvæm eða reglubundin áhættumöt eða úttektir þar sem við kortleggjum gögn og kerfi, hvaða vernd þau þurfa samkvæmt lögum og hvaða hættur steðja að þeim. Þú færð betra yfirlit og skýr svör um hvað vantar upp á.