Öruggur rekstur byrjar á öruggum lykilorðum
Yfir 80% öryggisbresta má rekja til slakra, endurnýttra eða stolinna lykilorða. Lykilorð í textaskrám, vöfrum, Excel skjölum o.þ.h. er það fyrsta sem árásaraðilar leita að og eru algengasta orsök þess að fyrirtæki og stofnanir eru knésett í netárasum.
Örugg lykilorðalausn er því ekki bara mikilvægasta öryggisráðstöfun fyrirtækisins, heldur breytir hún leiknum fyrir starfsfólkið. Héðan í frá þarf bara að muna eitt lykilorð, að eilífu!
Kerberos sameinar lögfræðiþekkingu og sérfræðiþekkingu á netöryggi til að tryggja að þú uppfyllir allar lagalegar kröfur um netöryggi.
Hjá Kerberos bjóðum við öruggar lykilorðalausnir auk sérhæfðar ráðgjafar á sviði lögfræði, netöryggis og stafrænnar hlítingar fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum.
Óháð ráðgjöf fyrir nútíma rekstur

Brúum bilið á milli tækni og lögfræði
-
Samningar
Aðstoð við samninga, þjónustuskilmála og ábyrgðarskilgreiningar. Færðu það sem þér er lofað?
-
Reglur og staðlar
Sérfræðiþekking á NIS2, ISO27001, GDPR og öðrum mikilvægum netöryggisstöðlum
-
Atvikastjórnun
Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur í öryggisbrestum, þ.m.t. vegna tilkynningarskyldu
-
Áhættumat
Við kortleggjum gögn og kerfi, hvaða vernd þau þurfa samkvæmt lögum og hvaða hættur steðja að þeim. Þú færð skýr svör um hvað vantar upp á
-
Öryggisfræðsla
Fræðsla í netöryggi fyrir stjórnendur og starfsfólk sem uppfyllir lagaskilyrði, lyftir öryggismenningu og dregur úr áhættu
-
vCISO þjónusta
Tryggðu virkar öryggisráðstafanir, aðhald við birgja og þjónustuaðila og hlítingu við lög og staðla. Lágmarkaðu áhættu í rekstrinum og dragður úr niðritíma
Netöryggi: Uppfyllir reksturinn lögbundnar kröfur?
Það getur verið flókið að vita hvað þarf að gera til að uppfylla lögbundnar kröfur um netöryggi án sérfræðiaðstoðar. Kerberos býður alhliða ráðgjöf um það hvort og hvernig fyrirtæki og opinberar stofnanir uppfylla lögbundnar kröfur um netöryggi og tryggja um leið starfsemina fyrir netárásum og öðrum öryggisógnum.
Sérfræðingar okkar bjóða hlítingarþjónustu (e. Compliance as a Service) með óháðu mati á því hvort val og uppsetning tæknilegra lausna, verkferlar, þjónusta birgja, þekking starfsfólks o.fl. standist lögbundnar öryggiskröfur.
Við bjóðum einnig upp á öruggar lykilorðalausnir gagnvirka fræðslu fyrir stjórnendur og starfsfólk um helstu skyldur og ábyrgð varðandi netöryggi. Fræðslan er sniðin að þínum rekstri og bætir öryggismenningu, hækkar öryggisstig og uppfyllir lögbundnar kröfur. Góð fræðsla tryggir að allir starfsmenn skilji mikilvægi öryggismála og meðhöndli gögn af fagmennsku og ábyrgð.

Tölum saman um öryggi
Viltu vita hvernig þinn rekstur stendur andspænis netöryggisógnum og hvort hún standist lögbundnar öryggiskröfur? Bókaðu kynningarfund og fáðu upplýsingar á mannamáli um hvar þú stendur.